Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sunnudagur 30. desember 2001 kl. 20:44

Logi körfuknattleiksmaður ársins

Logi Gunnarsson var valinn af samtökum íþróttafréttamanna körfuknattleiksmaður ársins á hófi sem haldið var á Grand Hótel. Hann hlaut samtals 6 stig ásamt Jóni Arnóri í KR, í kjörinu um íþróttamann ársins og var í 18-23 sæti á þeim lista. "Já ég er mjög stoltur af þessu og ég held að Jón Arnór hefði alveg eins getað fengið þessi verðlaun eins og ég, því hann hefur staðið sig gríðarlega vel á vellinum" sagði Logi hógvær í samtali við heimasíðu Njarðvíkur, www.umfn.is. Logi átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitlinum og kjörísbikarnum sem að Njarðvíkingar lönduðu á þessu ári og er vel að þessum titli kominn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024