Logi í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni
Logi Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, er þessa stundina að keppa í undanúrslitum Íslandsmóts karla í holukeppni en undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn eru leiknir í dag hjá Golfklúbbnum Leyni á Garðavelli á Akranesi.
Í undanúrslitunum keppir Logi við Jóhann Halldórsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og hófst leikurinn þeirra klukkan átta í morgun. Staðan eftir fyrstu sex holurnar er að Logi á eina holu eftir góðan fugl á annarri braut. Hann komst tvo upp með skolla á fimmtu en Jóhann svaraði á þeirri sjöttu með fugli.
Hin undanúrslitaviðureignin er á milli þeirra Jóhannesar Guðmundssonar (GR) og Kristjáns Þórs Einarssonar (GM) svo mætast sigurvegararnir síðar í dag.
Logi var í sjöunda sæti eftir höggleikinn en hann lék hringina tvo á 71 og 72 höggum, eða samtals einu höggi undir pari vallarins. Logi vann svo Birgir Magnússon (GK) 3&1 í sextán liða úrslitum og Daníel Sigurjónsson (GV) 2&1 í átta liða úrslitum.
Hægt er að fylgjast með gangi Loga í fréttinni frá golf.is.