Logi handabrotnaði gegn Þór
Tímabilið í hættu hjá bakverðinum
Njarðvíkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku í körfuboltanum þegar Logi Gunnarsson handabrotnaði í tapleik gegn Þórsurum í gær. Karfan greinir frá þessu en í viðtali segir Logi að óvíst sé hvort hann verði meira með á tímabilinu en úrslitakeppnin er rétt handan við hornið. Logi varð fyrir meiðslunum í fyrsta leikhluta en harkaði þó af sér og kláraði leikinn.
Haukur Helgi Pálsson hefur einnig verið að glíma við meiðsli að undanförnu en það munar sannarlega um þessa sterku leikmenn.