Logi Gunnars með 14 stig fyrir Giessen
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson virðist loks vera að komast í sitt rétta form með liði sínu Giessen ‘49ers í þýsku deildinni. Heimasíða Njarðvíkur segir frá því að hann skoraði 14 stig í tapleik gegn stórliði Bayer Leverkusen um helgina, en hann spilaði einungis í 20 mínútur. Logi nýtti færin sín vel í leiknum og setti m.a. þrjú af fimm 3ja stiga skotum, en þetta var í raun fyrsti alvöru leikur kappans frá því að hann meiddist snemma á tímabilinu.
Logi segir í samtali við heimasíðuna að hann sé sáttur við nýja þjálfara liðsins, sem er í neðsta hluta deildarinnar, og telur að hann eigi eftir að gera góða hluti.
Hér má sjá framvinduna hjá Loga á tímabilinu