Logi gerði 43 stig
Landsliðsmaðurinn og leikmaður Bayreuth í Þýskalandi, Logi Gunnarsson, var sjóðheitur í gær þegar lið hans sigraði TSV Tröster í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og hafði lið Loga, Bayreuth, sigur 105 – 111 en Logi gerði 12 af 20 stigum Bayreuth í framlengingunni.
Logi lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik og hafði þá einungis gert 3 stig en tók svo rækilega til sinna ráða í síðari hálfleik og sallaði niður 40 stigum og var stigahæsti maður vallarins. Logi er nú í 10. sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar með 18,6 stig að meðaltali í leik. Bayreuth er í 5. sæti deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Logi lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik og hafði þá einungis gert 3 stig en tók svo rækilega til sinna ráða í síðari hálfleik og sallaði niður 40 stigum og var stigahæsti maður vallarins. Logi er nú í 10. sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar með 18,6 stig að meðaltali í leik. Bayreuth er í 5. sæti deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.