Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi gerði 23 í sigurleik
Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 23:42

Logi gerði 23 í sigurleik

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Bayreuth í Þýskalandi, gerði 23 stig þegar Bayreuth lagði 1861 Nördlingen að velli, 97 – 70, í suðurriðli þýsku 2. deildar í gær.

 

Logi lék tæpar 30 mínútur í leiknum, gerði 23 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Bayreuth er í 5. sæti deildarinnar með 11 sigra og 7 töp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024