Logi fer fyrir Íslendingum í kvöld í höllinni
Íslenska landsliðið í körfubolta tekur á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 19.15. Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er reynsluboltinn í liðinu, en hann er leikjahæstur og jafnframt elstur í liðinu. Ísland þarf á sigri að halda til þess að komast áfram í Evrópukeppninni sem fram fer 2015.
Miðasala er á midi.is, sem og í Laugardalshöllinni fyrir leik.