Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi er langbesti samherji sem ég hef haft
Bonneau fór oft á kostum með Njarðvík í Domino's deildinni í körfubolta. VF-mynd/PállOrri.
Laugardagur 17. desember 2016 kl. 11:16

Logi er langbesti samherji sem ég hef haft

- bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Stefan Bonneau saknar Íslands og Njarðvíkinga

„Þó ég hafi ekki verið alveg sáttur við hvernig þetta var afgreitt yfirgef ég ekki Njarðvík með óbragð í munni. Ég elska fólkið þarna og stuðningsmenn Njarðvíkur eru þeir bestu sem ég hef spilað fyrir. Ég elska allt á Íslandi og mun sérstaklega sakna krakkana sem gáfu mér mikið og höfðu svo mikinn áhuga á öllu sem ég og liðið vorum að gera. Verst fannst mér að fá ekki tækifæri til að kveðja,“ segir bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Stefan Bonneau en hann sló í gegn hjá Njarðvíkingum en lenti í miklum meiðslavandræðum.

„Ég elska að spila leikinn. Ég brosi bara því ég elska að spila körfubolta. Það var líka svo gaman hérna fyrsta tímabilið. Mirko [Stefán Virijevic] var herbergisfélagi minn og svo voru svo flottir strákar þarna eins og Magic, Ólafur Helgi og Hjörtur Hrafn. Maðurinn sem ég mun sakna mest er samt Logi Gunnarsson. Það er kóngurinn í Njarðvík og minn maður að eilífu. Logi Gunnarsson er langbesti samherji sem ég hef haft á ferlinum,“ segir Bonneau í viðtali við visir.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024