Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi ekki áfram hjá Angers
Logi með vígalega grímu eftir að hann nefbrotnaði á tímabilinu með Angers.
Þriðjudagur 28. maí 2013 kl. 07:29

Logi ekki áfram hjá Angers

Er líklega ekki á heimleið

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson mun ekki leika áfram með liði sínu Anger í Frakklandi en þar lék hann við góðan orðstír síðasta árið. Angers endaði tímabilið í 12. sæti þar sem Logi var að skora rúm 12 stig í leik á meðan stigahæsti leikmaður deildarinnar var með 18 í leik.

Karfan.is náðu tali af Loga þar sem hann tjáði sig um framtíðina í atvinnumennskunni „Ég er ágætlega sáttur með eigin frammistöðu en ekki náttúrlega ekki sáttur með að lenda í 12 sæti af 18 liðum. Varðandi framhaldið þá vilja þeir halda mér en þeir gátu ekki boðið mér það sem ég vildi og ég mun því ekki koma aftur hingað. Það er eingöngu einn Evrópumaður í hverju liði leyfður hér þannig að það eru ekki mörg sæti í boði í deildinni, en það kemur bara í ljós á næstu vikum hvort ég fæ eitthvað hér í Frakklandi sem henta mér og fjölskyldunni.“ sagði Logi við Karfan.is.

Logi sem er 32 ára býst ekki við því að vera á leið heim til Njarðvíkur á næstunni.

„Það eru vonandi nokkur ár í það að ég komi heim. Okkur leið vel hérna í Frakklandi og ég var ánægður að spila hér körfuboltalega séð. Ef ekkert áhugavert kemur fljótlega þá er alveg möguleiki að snúa tilbaka til Svíþjóðar.“ sagði Logi að lokum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024