Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi aftur í landsliðið
Fimmtudagur 11. ágúst 2005 kl. 11:07

Logi aftur í landsliðið

Sjö leikmenn frá Suðurnesjum verða í íslenska landsliðshópnum í körfuknattleik sem leikur í Hollandi og Kína nú í ágúst sem og í Evrópuleikjunum gegn Danmörku og Rúmeníu 3. og 10. september.

Logi Gunnarsson og Gunnar Einarsson eru komnir aftur í liðið en þeir gátu ekki leikið með liðinu í fyrra vegna meiðsla. Fannar Ólafsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður KR, er ekki orðinn nógu góður af meiðslum sínum og verður líkelega ekkert með liðinu í haust.

Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Magnús Þór Gunnarsson, Bakvörður, Keflavík, 184 cm
Friðrik Stefánsson, Miðherji, Njarðvík, 204 cm
Jakob Sigurðarson, Bakvörður, Bayer Giants Leverkusen, 192 cm 
Gunnar Einarsson, Bakvörður, Keflavík, 188 cm
Arnar Freyr Jónsson, Bakvörður, Keflavík, 184 cm,
Jón Arnór Stefánsson, Bakvörður, Pompea Napoli, 195 cm
Logi Gunnarsson, Bakvörður, Giessen 46ers, 191 cm 
Sigurður Þorvaldsson, Framherji, Woon Aris Leeuwarden, 201 cm
Helgi Magnússon, Framherji, Catawba College, 196 cm
Hlynur Bæringsson, Framherji/Miðherji, Woon Aris Leeuwarden, 200 cm
Jón N. Hafsteinsson, Framherji, Keflavík, 196 cm
Egill Jónasson, Miðherji, Njarðvík, 214 cm

Frá þessu er greint á www.kki.is



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024