Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Logi, Bryndís, Sara og Petrúnella í liðum ársins
Logi Gunnarsson
Laugardagur 9. maí 2015 kl. 11:00

Logi, Bryndís, Sara og Petrúnella í liðum ársins

Sigmundur Már Herbertsson kosinn dómari ársins

Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu á laugardag þar leikmenn, þjálfarar og dómarar ársins voru krýndir ásamt því að lið ársins í Domino´s deildum karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna var tilkynnt.

Suðurnesjaliðin áttu þrjá fulltrúa í liði ársins í Domino´s deild kvenna þar sem Keflvíkingarnir Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir ásamt Grindvíkingnum Petrúnellu Skúladóttur fengu útnefningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var valinn í lið ársins í Domino´s deild karla.

Þá var Njarðvíkingurinn Erna Hákonardóttir í liði ársins í 1. deild kvenna.

Þá var Sigmundur Már Herbertsson valinn dómari ársins en Sigmundur mun koma til með að dæma á Evrópumóti landsliða sem fram fer í haust sem er mikill heiður og verður það í fyrsta sinn sem að íslenskur dómari dæmir á þeim vettvangi.