Lögðu inn í reynslubankann
HFR boxarar sóttu aðþjóðlegt mót í Danmörku
Fimm hnefaleikakappar frá Hnefaleikafélagi Reykjaness sóttu stórt og mikilsvert alþjóðlegt hnefaleikamót í Danmörku um liðna helgi. Þeir Friðrik Rúnar Friðriksson, Þorsteinn Snær Róbertsson, Arnar Þorsteinsson, Eskil Daði Eðvarðsson og Þorsteinn Snær Róbertsson mættu til leiks og stóðu sig með prýði þrátt fyrir misjafna keppnisreynslu. Andstæðingar strákanna voru flestir með mikla reynslu og svo fór að HFR menn töpuð öllum sínum viðureignum að þessu sinni en tæpt stóð það í flestum bardögum.