Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lögðu Hamarskonur á heimavelli
Mánudagur 15. október 2018 kl. 08:59

Lögðu Hamarskonur á heimavelli

Fyrsti sigur Njarðvíkinga í 1. deild kvenna í körfunni leit dagsins ljós um helgina, þegar þær lögðu Hamar á heimavelli sínum 73-68. Leikurinn var jafn og spennandi en þó höfðu heimakonur völdin bróðurpart leiks. Eftir að hafa leitt með tveimur stigum í hálfleik þá juku þær forskotið í þriðja leikhluta og lögðu þannig grunn að sigri. Svala Sigurðardóttir var stigahæst Njarðvíkinga með 15 stig, Eva María Jónsdóttir skoraði 14 en aðrar minna.

Njarðvík: Svala Sigurðadóttir 15/5 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 14/4 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 13, Vilborg Jónsdóttir 12/9 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 7/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6/7 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/9 fráköst, Þórunn Fridriksdottir 0, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Heiða Björg Valdimarsdóttir 0, Andrea Rán Davíðsdóttir 0. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024