Lögðu Fjölni í æfingaleik
Landsleikjahlé hefur verið síðustu daga í íslensku knattspyrnudeildunum og lék Landsbankadeildarlið Grindavíkur af því tilefni æfingaleik við 1. deildarlið Fjölnis og höfðu þar betur 2-1.
Guðmundur Atli Steinþórsson og Andri Steinn Birgisson gerðu mörk Grindvíkinga í leiknum. Næsti leikur Grindavíkur í Landsbankadeildinni er mánudaginn 11. september þegar þeir heimsækja Valsmenn á Laugardalsvöll.
Guðmundur Atli Steinþórsson og Andri Steinn Birgisson gerðu mörk Grindvíkinga í leiknum. Næsti leikur Grindavíkur í Landsbankadeildinni er mánudaginn 11. september þegar þeir heimsækja Valsmenn á Laugardalsvöll.