Ljóst hverjir verða mótherjar Keflavíkurliðanna í úrslitum bikarsins
Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik komst um helgina í úrslit bikarkeppni KKÍ og Doritos sem fram fer í Laugardalshöllinni 8. febrúar nk. Þar mætir karlalið Keflavíkur liði Snæfells en tíu ár eru liðin síðan þessi sömu lið mættust í bikarúrslitum og þá sigruðu Keflvíkinga örugglega. Kvennaliðið mætir ÍS en Keflavíkurstúlkur hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu og verið að spila fanta vel.