Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 20. febrúar 2008 kl. 22:09

Ljóst hvaða lið leika í úrslitakeppninni

Það verða Keflavík, Grindavík, KR og Haukar sem leika í úrslitakeppninni í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Valur hafði sigur á Haukum með 61-67 en Valur hefði þurft að vinna leikinn með 23 stiga mun til að eiga möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

 

Í Grindavík fór fram hjartastyrkjandi leikur þegar Keflavík hafði sigur í Röstinni fyrst liða síðan 7. nóvember 2007 en framlengja varð leik liðanna í kvöld. Lokatölur leiksins voru 101-106 Keflavík í vil í mögnuðum leik sem verður gerð nánari skil síðar hér á vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024