Ljósmyndavefur: Svipmyndir frá Samkaupsmóti
Ljósmyndir frá Samkaupsmótinu í körfuknatteik eru komnar inn á ljósmyndavef VF hér á vefnum og von er á fleiri myndum fram eftir degi.
Vel yfir 800 börn tóku þátt í mótinu og var því all fjörlegt í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ þar sem ungt og kappsamt körfuknattleiksfólk víða að leiddi saman hesta sína.
Auk kappleikja var boðið upp á fjölbreytta dagskrá s.s. bíó, söfn og frítt í sund en einnig var Reykjaneshöllin opin þar sem boðið var upp á hoppukastala, körfubolta, fótbolta, gólf og margt fleira.
---
VFmynd/pket