Ljóshærðir og flottir í Gautaborg
3. flokkur Grindavíkur er þessa dagana á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð sem er stærsta knattspyrnumót heims. Þar eru ríflega 30 þúsund keppendur. Drengirnir frá Grindavík hafa vakið mikla athygli á mótinu, innan vallar sem utan, fyrir að vera allir ljóshærðir! Á opinberri heimasíðu mótsins er frétt um ljóshærða gengið frá Íslandi sem hefur stolið senunni á mótinu.
Í lauslegri þýðingu er fréttin svona:
,,Þeir sjást úr langri fjarlægð, leikmenn Grindavíkur frá Íslandi. Fyrir mótið fóru þeir allir á hárgreiðslustofuna með sömu skilaboð.
- Ég vil vera ljóshærður, takk.
Þjálfararnir segja að þeir hafi átt hugmyndina og leikmennirnir hafi strax tekið vel í hana.
- Við fengum góð viðbrögð frá strákunum og þeir fannst þetta töff hugmynd.
Lið þar sem allir eru ljóshærðir fær að sjálfsögðu meiri athygli þegar þeir rölta um miðborgina.
- Við fáum mjög mikla athygli, þeir sem sjá okkur í bænum taka sér góðan tíma til þess að glápa á okkur. Þá finnum við að þetta hefur góð áhrif á liðsandann, við vonum að þetta skili sér einnig á vellinum."
Þess má geta að strákarnir hafa spilað tvo erfiða leiki og gert jafntefli í þeim báðum.
Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.