Ljósasýning í Ljónagryfjunni
Það verður sannarlega mikið um dýrðir í Ljónagryfjunni í kvöld þegar metnaðarfullur góðgerðarleikur í körfubolta fer þar fram. Eins og fram hefur komið áður munu ýmsar gamlar kempur taka fram skóna, sem og atvinnumenn eins og Logi Gunnarsson og Jeb Ivey mæta til leiks. Eins verður boðið upp á þriggja stiga keppni sem enginn körfuboltaáhugamanneskja ætti að láta fram hjá sér fara.
Öllu verður tjaldað til og nú er svo komið að þekkingar- og þjónustufyrirtækið Exton ætlar sjá um ljósasýningu á leiknum. Fjölmörg fyrirtæki hafa nú þegar komið að leiknum og samkvæmt því sem næst verður komist hafa safnast yfir 500 þúsund krónur nú þegar. Nú er bara um að gera að mæta í Njarðvík í kvöld og berja augum þennan einstaka og skemmtilega viðburð. Ágóðinn af leiknum mun óskiptur renna til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna.
Nánar um viðburðinn: