Ljónynjur lögðu ÍR-inga
Njarðvíkingar skelltu sér í jólafrí með sigur í farteskinu þegar ÍR mætti í Ljónagryfjuna í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimakonur sigu framúr í þriðja leikhluta og tryggðu þannig 73-63 sigur. Vilborg Jónsdóttir átti stórleik hjá grænum, skoraði 27 stig og tók auk þess 10 fráköst. Njarðvíkingar sitja nú í öðru sæti deildarinnar.
Tölfræðin: Vilborg Jónsdóttir 27/10 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 14/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 10/7 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 7/6 fráköst, Helena Rafnsdóttir 5/4 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 1, Andrea Rán Davíðsdóttir 0, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.