Ljónynjur höfðu betur í grannaslagnum
Flottur lokasprettur færði Njarðvíkingum tíu stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í körfubolta um helgina. Kamilla Sól Viktorsdóttir fór fyrir heimaliðinu Njarðvík með 27 stig, lokastaðan 67-57 í Ljónagryfjunni. Hrund Skúladóttir átti frábæran leik hjá gestunum ásamt Sigrúnu Elfu, en talsvert skorti upp á framlag frá öðrum leikmönnum í sóknarleiknum hjá Grindavík.
Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar með 8 stig hvort.
Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 27, Vilborg Jónsdóttir 14/8 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 11/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 7/9 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 1, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Helena Rafnsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0.
Grindavík: Hrund Skúladóttir 27/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 22/10 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 6/5 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0/4 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0/5 fráköst.