Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljónin mæta KR í Ljónagryfjunni í kvöld
Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 10:58

Ljónin mæta KR í Ljónagryfjunni í kvöld

Það fer hörku leikur fram í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti sjóðandi heitu liði KR í Iceland Express deild karla. Vesturbæingar hafa unnið síðustu fimm deildarleiki í röð en þeir hafa ekki tapað heimaleik þetta tímabilið.

Njarðvík byrjaði tímabilið illa en hafa verið að koma til baka eftir að hafa fengið góðan liðsauka að utan. Sigur hjá Njarðvík í kvöld gefur heimamönnum enn meiri von um að komast í úrslitakeppnina en KR getur þétt toppslaginn með sigri í kvöld.

Leikurinn hefst stundvíslega kl. 19:15 í Njarðvík og verður spennandi að sjá þessi tvö stórlið kljást um sigur.
Hér má svo sjá skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir leik kvöldsins frá strákunum í Njarðvíkurliðinu.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024