Ljónin í bikarham
Ljónin frá Njarðvík taka á móti úrvaldeildarliði Skallagríms í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í dag.Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og hefst kl.16.30.
Ljónin, sem leika í 2. deild hafa styrkt lið sitt nokkuð fyrir leikinn og hafa fengið til sín tvo erlenda leikmenn, Anthony Q. Jones og Steve Smith, til að eiga möguleika í lið Skallagríms.






