Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljónin enn taplaus
Mánudagur 8. nóvember 2004 kl. 12:56

Ljónin enn taplaus

Ljónin frá Njarðvík sigruðu Leikni, 111-59, í 2. deild karla í körfuknattleik í gær. Þeir hafa unnið alla sína fjóra leiki, en liðið var stofnað fyrir yfirstandandi leiktíð.

Í gær var Sævar Garðarson stigahæstur Ljónanna með 29 stig, en Ásgeir Guðbjartsson skoraði 20 og tók 18 fráköst. Þá átti gamla kempan Friðrik Ragnarsson einnig mjög góðan leik þar sem hann gaf 17 stoðsendingar.

Í sama riðli eru Reynismenn sem unnu B-lið Vals, 82-83, eftir framlengdan háspennuleik. Þeir hafa unnið þrjá leiki og tapað einum, en Þróttur fra Vogum hafa ekki hafið leiktíðina með miklum glans og eru enn án sigurs.

Í 2. deildinni eru einnig lið ÍG frá Grindavík og B-lið Keflavíkur sem tróna efst í sínum riðli með þrjá sigra í fjórum leikjum.
VF-mynd Jón Björn: Ljónin í ham
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024