Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljónin burstuðu Dalvík og komust áfram
Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 13:14

Ljónin burstuðu Dalvík og komust áfram

Ljónin frá Njarðvík komust í 16 liða úrslit í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í gær eftir að hafa unnið auðveldan sigur á Dalvíkingum 91-60.

Að loknum 1. leikhluta var staðan 25-0 Ljónunum í vil og því ljóst í hvað stefndi. Ljónin beittu stífri 2-2-1 svæðispressuvörn á gesti sína sem áttu fá svör og duttu því út úr bikarkeppninni. Heimamenn léku við hvern sinn fingur og það dylst engum að Ljónin eru líklegir til afreka í 2. deildinni í vetur.

Jón Júlíus Árnason, þjálfari Ljónanna, var fullur eftirvæntingar fyrir dráttinn í 16 liða úrslitunum. „Við erum með ýmislegt á könnunni og velunnarar deildarinnar eru tilbúnir til að leggja okkur lið ef andstæðingarnir í 16 liða úrslitum verða í þyngri kantinum. Við skulum segja að nú hafa Ljónin sagt Olsen.“

VF-myndir/ Jón Björn

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024