Lítur ekki vel út með Okeke
David Okeke, framherji Keflavíkur í körfuknattleik, var borinn af velli þegar skammt var til leiksloka í viðureign Keflavíkur og Tindastóls í gær.
Útlit er fyrir að meiðslin séu alvarleg hjá þessum hávaxna leikmanni sem hefur gert tæp tuttugu stig að meðaltali í leik, verið með ellefu fráköst og framlag upp á 22,9 það sem af er þessu tímabili. Víkurfréttir spurðu Hjalta Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflvíkinga, fregna af ástandi og alvarleika meiðslanna en hann segir að ekkert sé enn komið 100% í ljós en allt útlit sé fyrir að hásin sé farin. Sé það rétt er útlit fyrir að Okeke sé frá út tímabilið.