Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Litli bróðir Keflvíkings í byrjunarliði Liverpool
Harvey Blair er litli bróði Marley Blair sem leikur með Keflavík. Mynd: liverpoolfc.com
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. október 2021 kl. 12:27

Litli bróðir Keflvíkings í byrjunarliði Liverpool

Harvey Blair, litli bróðir Keflvíkingsins Marley Blair, lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í gær þegar hann var í byrjunarliði Liverpool gegn Preston í deildabikarnum.
Marley Blair í leik með Keflavík gegn ÍA en hann skoraði eina mark sitt í sumar í þeim leik.

Harvey er yngri bróðir Marley Blair sem lék með Keflavík í Pepsi Max-deildinni í sumar en Marley kom við sögu í tólf leikjum og skoraði eitt mark en hann glímdi við meiðsli í sumar sem héldu honum utan vallar hluta af mótinu.

Harvey lék fyrstu 55 mínúturnar í gær og fór af velli í stöðunni 0:0. Takumi Minamino og Divock Origi skoruðu mörk Liverpool eftir að hann fór af velli. Bæði komu mörkin eftir undirbúning Neco Williams. Liverpool er því komið áfram í átta liða úrslit deildabikarsins en í spilaranum neðst á síðunni má sjá það markverðasta úr leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Harvey er átján ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Manchester United og Liverpool. Þegar hann var tólf ára fór hann frá Manchester og í unglingastarf Liverpool. Marley var einnig í akademínunni hjá Liverpool en hann er fjórum árum eldri en Harvey.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá:

Tengdar fréttir