Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Línurnar að skýrast fyrir knattspyrnusumarið
Miðvikudagur 24. janúar 2018 kl. 11:20

Línurnar að skýrast fyrir knattspyrnusumarið

Undirbúningur fyrir knattspyrnusumarið sem er framundan er hafinn og eru Suðurnesjaliðin í óðaönn að semja við leikmenn fyrir átökin.

Pepsi-deildin.
Grindavík hefur samið við Aron Jóhannsson frá Haukum og Jóhann Helga Hannesson sem kom frá Þór.
Markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, Andri Rúnar Bjarnason, er farinn til Helsingborg, Aron Freyr Róbertsson hefur samið við Keflavík og Gylfi Örn Á Öfjörð er genginn til liðs við ÍR.
Hákon Ívar Ólafsson, Juanma Ortiz og Maciej Majewski eru allir samingslausir hjá liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enginn leikmaður er farinn frá liði Keflavíkur og er Aron Elís Árnason samningslaus.

Inkasso-deildin.
Njarðvík hefur samið við Helga Þór Jónsson frá Víði Garði og Sigurbergur Bjarnason er kominn í grænu treyjuna en hann kom frá Keflavík. Þá er Gualter Aurelio Oliveira Bilro farinn til Portúgal.