Linda Rós til Keflavíkur á láni
Knattspyrnukonan Linda Rós Þorláksdóttir hefur gert tímabundin félagaskipti frá Val yfir í Keflavík. Linda Rós er landsliðsmaður í U-19 ára landsliði Íslands. Þetta kemur fram á www.fotbolti.net
Linda Rós, sem er tvítug, er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði en gekk í raðir Vals fyrir síðasta tímabil. Með Val lék hún 5 leiki í Landsbankadeildinni auk þess sem hún spilaði með 2.flokki félagsins.
Linda Rós er komin með leikheimild með Keflavík og var í byrjunarliði liðsins í 2-1 tapleik gegn KR í Lengjubikarnum í gær.