Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Líkur á að Bjarni og Eyþór fari aftur í Njarðvík
Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 19:16

Líkur á að Bjarni og Eyþór fari aftur í Njarðvík

Gestur Arnar Gylfason, knattspyrnumaður frá Keflavík, hefur ákveðið að leika með 2. deildarliði Njarðvíkur á komandi leiktíð. fotbolti.net greindi svo frá því í dag að líkur væru á því að Eyþór Guðnason og Bjarni Sæmundsson myndu á ný ganga í raðir Njarðvíkinga.

Bjarni lék með Keflavík á síðustu leiktíð og Eyþór lék með HK. Í samtali við fotbolti.net í dag sagði Helgi Bogason, þjálfari Njarðvíkinga, að Eyþór hefði verið að sprikla með Njarðvíkingum að undanförnu en óvíst væri með hann.

Bjarni og Eyþór myndu án efa styrkja lið Njarðvíkinga til muna á næstu leiktíð en þeir léku báðir með liðinu í 1. deildinni.

Heimild: www.fotbolti.net

Mynd: www.hk.is - Eyþór Guðnason í HK-treyjunni


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024