Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Lífsstílsmeistarinn í TM höllinni á laugardag
Þriðjudagur 12. nóvember 2013 kl. 10:34

Lífsstílsmeistarinn í TM höllinni á laugardag

Fjórða og síðasta mót Þrekmótarraðarinnar 2013 verður haldið í TM höllinni í Keflavík laugardaginn 16. nóv. Lokið hefur verið keppni í Crossfit, BootCamp og 5x5, en núna er komið að Lífsstílsmeistaranum.

Lífsstílsmeistarinn samanstendur af 10 þol- og þrekgreinum sem keppandi fer í gegnum á tíma. Keppnin hefst kl. 9.00 og líkur væntanlega um kaffileytið. Byrjað er á einstaklingskeppni, svo er það parakeppni og að lokum liðakeppni.

Búast má við gríðalegri góðri stemmingu og fjöri þar sem mikill fjöldi sterkra keppenda tekur þátt. Þrekmótaröðin er stigakeppni, þar sem keppendur safna stigum í hverju móti. Þeir keppendur sem safna flestum stigum yfir árið verða krýndir á laugardagskvöldið „Hraustasta konan, karlinn, parið og liðið á landinu“.

Suðurnesjamenn eiga góða möguleika á því að skipa efstu sætin, ef vel gengur á laugardaginn. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í góðri stöðu í opnum flokki kvenna og Kristjana Hildur Gunnarsdóttir er í harðri baráttu í flokki 39+. Í liðakeppni kvenna 39+ er liðið 5 fræknar+ frá Lífsstíl einnig í hörku baráttu um efsta sætið.

Frítt er inn á keppnina og því er tilvalið að koma og kíkja við á þessa skemmtilegu keppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024