Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lífsstílsfólk sópaði að sér verðlaunum í Þrekmeistaranum
Mánudagur 21. apríl 2008 kl. 17:01

Lífsstílsfólk sópaði að sér verðlaunum í Þrekmeistaranum


Suðurnesjafólk frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl gerði svo sannarlega góða ferð á Akureyri um helgina þar sem Bikarmót Þrekmeistarans 2008 fór fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistarinn Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, Kiddý, bætti eigið met í opnum kvennaflokki um 23 sek með tímanum 16:06:78, en Kristjana var að vinna þessa keppni í sjötta skipti. Liðið 5 fræknar bætti Íslandsmetið í liðakeppni kvenna um 23 sek á tímanum 13:31:52. Í liðinu eru þær Kiddý, Helena Ósk, Sigurrós, Heiðrún Rós og Baddý.


Þá er ekki allt upp talið því enn eitt Íslandsmetið féll í flokki 39 ára og eldri þar sem liðið Dirtynine Lífsstíll bætti met í liðakeppni 39 ára og eldri um 35 sek með tímanum 15:29:49. Í liði Dirtynine eru þær Ásta Katrín, Þuríður, Klara, Hanna og Aðalbjörg.


Þær Þuríður og Klara voru svo í 2. og 3. sæti í einstaklingskeppni kvenna 39 og eldri.

Í liðakeppni karla varð lið Lífsstíls, Lífsstíll best í heimi í 2. sæti.  Liðið er skipað þeim Vikari Karli, Tobba, Árna Þór, Trausta Má og Steinari.

Myndir: 5 Fræknar og Dirtynine. Af www.fitness.is fleiri myndir og heildarúrslit má finna þar