Líf og fjör í körfuboltaskóla UMFN og Ungó
Körfuboltaskóli UMFN og Ungó var haldinn í fyrsta skipti á dögunum þar sem að í boði voru tvö námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára.
Frábær þátttaka var á báðum námskeiðum þar sem að krakkarnir þóttu sýna glæsileg tilþrif og skein bros úr hverju andliti. Krakkarnir fengu 12 klst. af æfingum á námskeiðinu ásamt því að fá mat alla dagana.
Körfuboltaskólinn vill koma þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu við gerð skólans en Reykjanesbær veitti aðgang að frábærum aðstoðarmönnum, karfan.is mætti á svæðið og gaf öllum svitaband, Gunni í Kosti gaf samlokur og djús og þá var Ungó aðalstyrktaraðilinn og gaf 35 stórar pizzur auk styrks við bolakaup.
Mikil ánægja var á meðal barnanna og foreldra þeirra eftir námskeiðin og mikil spenna er fyrir næstu námskeiðum.