Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Líf og fjör í körfuboltaskóla UMFN og Ungó
Af nógu var að taka hjá krökkunum í körfuboltaskólanum
Þriðjudagur 14. júlí 2015 kl. 15:04

Líf og fjör í körfuboltaskóla UMFN og Ungó

Körfuboltaskóli UMFN og Ungó var haldinn í fyrsta skipti á dögunum þar sem að í boði voru tvö námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára. 

Frábær þátttaka var á báðum námskeiðum þar sem að krakkarnir þóttu sýna glæsileg tilþrif og skein bros úr hverju andliti. Krakkarnir fengu 12 klst. af æfingum á námskeiðinu ásamt því að fá mat alla dagana. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Körfuboltaskólinn vill koma þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu við gerð skólans en Reykjanesbær veitti aðgang að frábærum aðstoðarmönnum, karfan.is mætti á svæðið og gaf öllum svitaband, Gunni í Kosti gaf samlokur og djús og þá var Ungó aðalstyrktaraðilinn og gaf 35 stórar pizzur auk styrks við bolakaup. 

Mikil ánægja var á meðal barnanna og foreldra þeirra eftir námskeiðin og mikil spenna er fyrir næstu námskeiðum.