Líf og fjör á Þrekmótaröðinni
Þriðja mót Þrekmótarraðarinnar var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut á laugardaginn sl. Keppt var í einstaklings- para- og liðaflokki og voru þáttatakendur víðsvegar af landinu. Keppnin er uppbyggð þannig að þáttakendur þurfa að glíma við 10 þrek- og þolæfingar í kappi við tímann. Keppendur frá Lífsstíl stóðu sig vel að vanda.
Kristjana Hildur Gunnarsdóttir sigraði í einstaklingskeppni kvenna bæði í opnum flokki og flokki 39 ára og eldri. Árdís Lára Gísladóttir varð í 3.sæti í einstaklingskeppni 39 ára og eldri. Þórður Þorbjörnsson varð annar í einstaklingskeppni karla. Liðið „5 fræknar,“ eða þær Kiddý, Þurý, Ásta, Elsa og Árdís, urðu í 2. sæti í flokki 39 ára og eldri og í 4. sæti í opnum flokki. Vikar Sigurjónsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls sagði keppnina hafa gengið mjög vel og vill hann þakka öllu því góða fólki sem rétti fram hjálparhönd og sá til þess að allt gengi upp.