Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Líf og fjör á landsmóti í Vogum
Fimmtudagur 6. júní 2024 kl. 17:20

Líf og fjör á landsmóti í Vogum

Boðið upp á fjölda íþróttagreina í fjóra daga

Þá er runninn upp fyrsti dagur Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer í Vogum á Vatnsleysustund um helgina. Nóg verður um að vera í bænum um helgina, boðið upp á keppni í meira en 20 íþróttagreinum fyrir 18 ára og eldri og heljarinnar fjör fyrir 50 ára og eldri.

Mótið hefst með keppni í boccía í íþróttahúsinu klukkan 16:00 í dag. Hún heldur áfram á morgun og munu úrslit ráðast um miðjan dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag er jafnframt keppt í kasínu, sem er vel þekkt í Grindavík.

Á morgun verður keppt í eftirfarandi greinum fyrir 50+: Boccía, ringó, Strandarhlaup Blue og línudansi. 

Allir sem vilja geta keppt og prófað petanque, sem er stórskemmtileg grein þar sem spilað er  úti með stálkúlur.  

Strandarhlaup Blue er opið fyrir alla. Keppt er í tveimur aldursflokkum. Yngri en 50 ára og eldri en 50 ára. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km hlaup og 10 km.

Landsmótið verður sett í íþróttahúsinu í Vogum síðdegis á föstudag klukkan 18:30. Eftir setninguna verður keppt í línudansi. Að þeirri keppni lokinni verða tvennir heimatónleikar og danssmiðja fyrir alla þátttakendur. 

Dagskráin heldur áfram af fullum krafti alla helgina fram á sunnudag. 

Greinar fyrir alla: Strandarhlaup - Danssmiðja - Kasína - Grasblak - Göngufótbolti - Pokavarp - Brennibolti - Frisbígolf inni - Keila - Heimatónleikar - Matar- og skemmtikvöld.

Greinar fyrir 50+: Boccia - Borðtennis - Bridge - Frisbígolf - Frjálsar íþróttir - Golf - Pútt - Pílukast - Pönnukökubakstur - Ringó - Stígvélakast - Sund.