„Líður langbest á Suðurnesjunum“
Andri Fannar Freysson er í Sportspjalli Víkurfrétta þessa vikuna, Andri leikur með Njarðvík í Inkasso- deildinni í knattspyrnu, honum líður best á Suðurnesjunum og hann ætlar að njóta þess að spila knattspyrnu í sumar og vera góð fyrirmynd.
Fullt nafn: Andri Fannar Freysson.
Íþrótt: Knattspyrna.
Félag: Njarðvík.
Hjúskaparstaða: Er búinn að vera á pikkföstu í átta ár.
Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Minnir að ég hafi verið í kringum 3–4 ára í boltaskóla hjá pabba mínum.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Freyr Sverrisson a.k.a faðir minn.
Hvað er framundan? Framundan er krefjandi en jafnframt skemmtilegt sumar í Inkasso-deildinni þar sem frábær hópur af einstaklingum vinnur saman að því að standa sig vel.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Það er klárlega að vinna 2. deildina í fyrra, lenda í fyrsta sæti og komast upp um deild. Hef lengi verið með það markmið og það var þægilegt að geta krossað yfir það.
Uppáhalds...
...leikari: Johnny Depp.
...bíómynd: Gladiator.
...bók: Er svolítið að vinna með hljóðbækurnar og The Subtle Art of Not Giving a F*ck var helvíti fín.
...Alþingismaður: Silja Dögg.
...staður á Íslandi: Mér líður bara langbest á Suðurnesjunum.
Hvað vitum við ekki um þig? Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en ég var 21 árs.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég mæti á æfingar og reyni að gera mitt besta, fer reglulega í ræktina, reyni að passa upp á mataræðið og svefninn og set mér markmið.
Hver eru helstu markmið þín? Helstu markmið mín í sumar eru að njóta þess að spila fótbolta með Njarðvík og vera góð fyrirmynd.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þær eru nokkrar en í fyrra fórum við í æfingarferð til Svíþjóðar. Frábær ferð í alla staði og þjappaði hópnum vel saman. Eitt kvöldið upp á hótelherbergi voru nokkrir einstaklingar með veip. Þeir voru að veipa inni í herbergi en af því þeir voru með veip þá héldu þeir af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að reykskynjarinn færi ekki í gang. Að sjálfsögðu fór reykskynjarinn í gang. Svíinn er aðeins æstari yfir því þegar að reykjskynjarinn fer í gang heldur en við Íslendingarnir. Í stað þess að sitja og bíða eftir því að hann hætti að pípa eins og við Íslendingar erum vanir að gera þá voru í staðinn ræstir út tveir slökkviliðsbílar, ljósmyndari frá bæjarblaðinu mætti á svæðið og allir reknir út af hótelinu nema þeir sem voru að veipa. Næst fer reykkafari inn og opnar upp hótelhurðina hjá drengjunum og komst að því að það var enginn eldur á hótelinu.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna:
Hafa trú á sjálfum sér. Æfa meira en aðrir, hugsa um mataræðið, svefninn og andlegu hliðina við það eykst sjálfstraustið og þá eru allir vegir færir.