Liðstyrkur til Keflvíkinga á lokasprettinum
Lið Keflvíkinga í körfuknattleik hefur heldur betur fengið liðstyrk fyrir loka átökin því bæði Fannar Ólafsson og Arnar Freyr Jónsson sem leika í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leika með liðinu út úrslitakeppnina. Óvíst er hverjir munu detta út úr liðinu en þeir félagar mæta á æfingu liðsins í dag kl. 15:00 og verður gaman að sjá hvernig þeir falla inní leik liðsins. Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Grindavík á fimmtudag og munu Fannar og Arnar spila þann leik.