Liðstyrkur til Keflvíkinga
Keflvíkingar hafa fengið liðstyrk í knattspyrnunni þar sem Adolf Sveinsson og Ólafur Ívar Jónsson hafa gengið til liðs við félagið.Adolf Sveinsson er Keflvíkingum ekki ókunnur því hann lék með þeim áður en hann skipti yfir í Val og svo yfir í Stjörnuna. Ólafur Ívar er hins vegar ekki eins kunnur er hann spilaði með liði Grindavíkur í Símadeildinni á síðustu leiktíð. Báðir þessir leikmenn munu koma til með að styrkja liðið verulega enda snjallir knattspyrnumenn þarna á ferð.