Liðsstyrkur til Keflavíkur
Keflvíkingar hafa fengið varnarmanninn Aron Rúnarsson Heiðdal á láni frá Stjörnunni út tímabilið. Aron hefur verið á bekknum hjá Stjörnunni í Pepsi-deildinni í allt sumar en hann hefur leikið með 2. flokki félagsins. Aron er kominn með leikheimild með Keflavík og er því löglegur fyrir leikinn gegn Víkingi R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Aron er fæddur árið 1995. Frétt frá fótbolta.net.
Á dögunum fengu Keflvíkingar Hilmar Þór Hilmarsson einnig frá Stjörnunni.