Lið Reykjanesbæjar vann gulliði í boccia
Lið Reykjanesbæjar hrósaði sigri á bocciamóti eldri borgara sem haldið var í Laugardalshöll 15. apríl 2005.
Alls tóku 27 lið þátt í mótinu að þessu sinni og sendi Reykjanesbær 2 lið. A-liðið vann gullið, en B- liðið féll úr keppni í 8 liða úrslitum. Í öðru sæti varð lið frá félagsmiðstöðinni Norðurbrún og í 3ja sæti varð lið frá Seltjarnarnesi.
Keppnin er á vegum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra og var þetta afmælismót í tilefni 20 ára afmælis félagsins.
Reykjanesbær hefur einu sinni áður unnið gullverðlaun fyrir nokkrum árum, en ætíð verið í toppbaráttunni.
www.reykjanesbaer.is
Á myndinni(fengin af vef Reykjanesbæjar) er sigurlið Reykjanesbæjar á góðri stundu ásamt Jóhönnu Arngrímsdóttur liðsstjóra: Jón Ísleifsson, Ása Ólafsdóttir, Jóna Björg Georgsdóttir, varamaður og Guðmundur Ólafsson.