Lið Kolbrúnar keppir á EM í hópfimleikum klukkan 14:00
Lið Kolbrúnar Júlíu Guðfinnsdóttur Newman á EM í hópfimleikum keppir í dag klukkan 14:00. Hún á sæti í blönduðu liði fullorðinna. Kolbrún er 18 ára og úr Reykjanesbæ.
Evrópumótið fer fram í Maripor í Slóveníu. Í dag fer forkeppnin fram og úrslitin verða á laugardag og sunnudag. Hægt verður að sjá keppnina í beinni útsendingu á vef RÚV.