Lið Keflavíkur öruggt áfram í Maltbikarnum
Keflavík mætti Ármanni í 32 liða úrslitum Maltbikars karla nú fyrr í kvöld. Keflvíkingar unnu öruggan sigur á liði Ármanns og endaði leikurinn 50-100 fyrir Keflavík.
Keflavík er því öruggt áfram í 16 liða úrslit en dregið verður á þriðjudaginn til að sjá hvaða lið munu mætast í 16 liða úrslitum Maltbikarsins.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur í kvöld voru Arnór Sveinsson með 20 stig, Þröstur Leó Jóhannsson með 18 stig og 6 fráköst og Cameron Forte með 13 sig og 10 fráköst. Þess má einnig geta að Ágúst Orrason var með 12 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 8 stolna bolta.