Lið Heiðarskóla komið í úrslit Skólahreystis
Heiðarskóli með þau Eyþór, Hildi Björgu, Bartosz og Klöru Lind bar sigur úr býtum í Skólahreystiriðli 1 miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn þegar keppt var í Hafnarfirði. Heiðarskóli sigraði með 68,5 stigum en nágrannar þeirra í Holtaskóla enduðu með aðeins hálfu stigi minna í 2. sæti. Í 3. sæti varð lið Stóru-Vogaskóla.
Riðillinn sem liðin af Suðurnesjum og úr Hafnarfirði skipa hefur ávallt verið talinn afar sterkur, ef ekki sá sterkasti, og hafa lið Suðurnesja nær undantekningarlaust skipað efstu sætin.