Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lið Heiðarskóla komið í úrslit Skólahreystis
Sigurlið Heiðarskóla.
Miðvikudagur 27. mars 2019 kl. 16:13

Lið Heiðarskóla komið í úrslit Skólahreystis

Heiðarskóli með þau Eyþór, Hildi Björgu, Bartosz og Klöru Lind bar sigur úr býtum í Skólahreystiriðli 1 miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn þegar keppt var í Hafnarfirði. Heiðarskóli sigraði með 68,5 stigum en nágrannar þeirra í Holtaskóla enduðu með aðeins hálfu stigi minna í 2. sæti. Í 3. sæti varð lið Stóru-Vogaskóla.

Riðillinn sem liðin af Suðurnesjum og úr Hafnarfirði skipa hefur ávallt verið talinn afar sterkur, ef ekki sá sterkasti, og hafa lið Suðurnesja nær undantekningarlaust skipað efstu sætin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024