Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lewis leikur með Keflavík á næsta tímabili
Darrel Lewis og Hermann Helgason eftir að samningar voru undirritaðir. Mynd/Keflavik.is
Föstudagur 5. apríl 2013 kl. 12:48

Lewis leikur með Keflavík á næsta tímabili

- 38 ára gamall en í frábæru formi

Keflvíkingar hafa samið við Darrel Keith Lewis um að leika með liðinu í eitt ár til viðbótar og mun hann því leika með liðinu á næstu leiktíð í Domino´s deildinni. Samningur þess efnis var undirritaður í Toyotahöllinni sl. þriðjudag.

Fáir efast um ágæti leikmannsins en nánast má fullyrða að hann hafi verið besti íslenski leikmaðurinn í deildinni í vetur þar sem hann skilaði 20 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Darrel heldur af landi brott í dag og mun eyða sumrinu í Bandaríkjunum. Von er á kappanum aftur “heim” í byrjun september. Greint er frá þessu á heimasíðu Keflavíkur sem ræddi við þá Lewis og Hermann Helgason, formann KKD. Keflavíkur af þessu tilefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað var það sem olli því að þú ákvaðst að taka eitt ár í viðbót?
Ákvörðun mín að spila eitt ár í viðbót var byggð á þeirri staðreynd að sem lið náðum við ekki að afreka það sem áttum að gera og gátum. Við töpuðum í fyrstum umferð úrslitakeppninnar og það varð kveikjan að því að ég ákvað að gefa þessu eina tilraun í viðbót áður en ég hætti að spila körfubolta.

Mega aðdáendur liðsins búast við þér í sama formi í september nk. líkt og á þessu tímabili?
Auðvitað! Það er hluti af mínu stolti að hugsa vel um mig og halda mér í frábæru formi svo ég geti hlaupið með ungu strákunum.

Þetta tímabil voru talsverð vonbrigði en er eitthvað jákvætt sem má draga af því og einhver lærdómur?
Það jákvæða er að við gáfumst aldrei upp. Það sem liðið getur tekið frá þessu tímabili er að allir þurfa að vera tilbúnir frá upphafi til enda tímabilsins. Næsta tímabil hefst núna, menn þurfa að koma sér rétt líkamlegt og andlegt ástand og læra af einstaklingsmistökum sínum en einnig mistökum liðsins.

Hverju vonastu eftir á næsta tímabili með Keflavík?
Að við verðum þar sem við eigum skilið að vera – í úrslitum og vonandi vinnum við titla.

Hermann Helgason, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, kvaðst vera gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa Darrel Lewis í eitt tímabil í viðbót. „Keflvíkingar eru himinlifandi með að fá Lewis til að leika eitt tímabil til viðbótar með Keflavík enda er drengurinn búinn að vera frábær í vetur, bæði varnar- og sóknarlega. Lewis er klárlega einn af fimm bestu leikmönnum Domino´s deildarinnar í vetur, og þá á ég við bæði íslenska og erlenda

Þegar ákveðið var að taka Lewis sl. haust, bjuggust menn við honum þetta sterkum?
Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við kappanaum svona sterkum eins og hann sýndi í vetur, spilaði að meðaltali 34 mín á leik, skorar 20 stig og er með framlag uppá 23,6. Þetta gera bara alvöru menn!

En nú gætu margir spurt sig hvort menn séu ekkert að taka áhættu með leikmann sem er að verða 38 ára?
Langt í frá! Lewis er einn best þjálfaði íslenski íþróttamaðurinn í dag. Þrátt fyrir aldurinn er hann vel á sig kominn líkamlega og hefur mikinn áhuga á að gera betur. Það væri ekki verra að fá Gunnar Einarsson líka en hann er 36 ára og ekki margir yngri leikmenn sem eru í því formi sem þessir kappar eru í. Við kannski reynum að fá hann til að taka fram skóna á ný.

Eitthvað að lokum?
Undirbúningur okkar Keflvíkinga er hafinn. Lewis er fyrsta púslið fyrir komandi tímabil. Það að afa dottið út í 8-liða úrslitum voru vonbrigði fyrir okkur og er stefnan tekin hærra að ári. Við viljum fara sjá íslandmeistartitil aftur í karlaboltanum!