Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Léttur sigur Keflavíkur í Skagafirðinum
Laugardagur 7. mars 2009 kl. 11:08

Léttur sigur Keflavíkur í Skagafirðinum

Keflvíkingar tryggðu sér 4. sætið í Iceland Express deildinni í körfu með sigri á Tindastól fyrir norðan. Lokatölur urðu 63-91 fyrir Keflavík sem vann nokkuð auðveldan sigur.
Hörður Axel Vilhjálmsson fór  mikinn hjá Íslandsmeisturunum og skoraði 30 stig og lék frábærlega. Skotnýting hans var einstök eða um 90% á öllum svæðum. Gunnar Einarsson var líka drjúgur og skoraði 13 stig sem og Jón N. Hafsteinsson sem tók að auki 8 fráköst.
Það er því ljóst að það verður alvöru nágrannaslagur í 8 liða úrslitunum í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar þegar Keflavík og Njarðvík mætast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/skagafjordur.com - Hörður Axel Vilhjálmsson var besti maður vallarins í gær þegar Keflavík vann léttan sigur á heimamönnum í Tindastóli.