Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Léttur sigur hjá Njarðvík
Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 22:29

Léttur sigur hjá Njarðvík

Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum karla í Bikarkeppni KKÍ með stórsigri, 81-130, gegn ÍS í Íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Sigurinn kom ekki á óvart þar sem Stúdentar eru sem stendur í neðri hluta 1. deildar en Njarðvík á toppi úrvalsdeildarinnar. Njarðvíkingar hófu leikin af krafti og voru komnir með 23 stiga forskot strax eftir fyrsta leikhluta, 16-39.

Eftir það jókst forskotið stig af stigi þar sem Njarðvíkingar spiluðu sterkan varnarleik sem skilaði mörgum auðveldum körfum. Menn eins og Páll Kristinsson, Matt Sayman og Friðrik Stefánsson stóðu fyrir sínu þrátt fyrir að hvíla lengi vel og Anthony Lackey átti frábæra innkomu þar sem hann skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar á einungis 18 mínútum. Þessi fíni leikmaður hefur batnað með hverjum leik og verður þeim eflaust drjúgur þegar nær dregur úrslitastundu í vor.

„Við fórum í leikinn tilbúnir og afgreiddum leikinn strax í byrjun,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga í leikslok. „Við brenndum okkur á ÍS fyrirnokkrum árum og vildum ekki láta það endurtaka sig.“

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024