Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Léttur sigur á Blikum
Daniela Wallen var með nítján stig, ellefu fráköst, sex stoðsendingar og 35 framlagspunkta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. febrúar 2022 kl. 11:46

Léttur sigur á Blikum

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Breiðablik þegar liðin mættust í gær í Subway-deild kvenna. Keflavík komst í 5:0 og jókst munurinn einungis eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 73:58.

Keflavík - Breiðablik 73:58

(20:16, 22:9, 14:21, 17:12)

Anna Ingunn Svansdóttir, Eygló Kristín Óskarsdóttir og Daniela Wallen gerðu allar nítján stig í leiknum. Wallen var auk þess með ellefu fráköst, sex stoðsendingar og 35 framlagspunkta, Eygló 19/5/1 og Anna Ingunn 19/3/3.

Keflavík situr í fimmta sæti deildarinna með fjórtán stig eftir sextán leiki, fjórum stigum eftir Haukum sem eru með átján stig eftir fimmtán leiki.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25