Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Léttur sigur á Blikum
Daniela Wallen var með nítján stig, ellefu fráköst, sex stoðsendingar og 35 framlagspunkta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. febrúar 2022 kl. 11:46

Léttur sigur á Blikum

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Breiðablik þegar liðin mættust í gær í Subway-deild kvenna. Keflavík komst í 5:0 og jókst munurinn einungis eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 73:58.

Keflavík - Breiðablik 73:58

(20:16, 22:9, 14:21, 17:12)

Anna Ingunn Svansdóttir, Eygló Kristín Óskarsdóttir og Daniela Wallen gerðu allar nítján stig í leiknum. Wallen var auk þess með ellefu fráköst, sex stoðsendingar og 35 framlagspunkta, Eygló 19/5/1 og Anna Ingunn 19/3/3.

Keflavík situr í fimmta sæti deildarinna með fjórtán stig eftir sextán leiki, fjórum stigum eftir Haukum sem eru með átján stig eftir fimmtán leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024