Létt hjá Keflavík
Keflavík vann öruggan sigur á nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Expressdeild karla í gær, 68-107. Keflvíkingar voru við stjórnina allan leikinn og ekkert ógnaði sigri þeirra.
Keflvíkingar, sem voru á útivelli voru mörgum númerum of stórir fyrir nýliðana og bar mest á þeim Jóni Norðdal, Thomasi Soltau og Tim Ellis. Jón gerði 23 stig og hitti úr öllum 11 skotum sínum utan af velli í leiknum., en aðeins úr einu af þremur vítaskotum.
Allir leikmenn liðsins komust á blað, m.a. Sigurður G. Sigurðsson sem gerði sín fyrstu stig fyrir Keflavík í meistaraflokki.
Keflavík er með 6 stig eftir fimm leiki og í næsta leik, á sunnudag, fá þeir ÍR í heimsókn.
Tölfræði leiksins
Keflvíkingar, sem voru á útivelli voru mörgum númerum of stórir fyrir nýliðana og bar mest á þeim Jóni Norðdal, Thomasi Soltau og Tim Ellis. Jón gerði 23 stig og hitti úr öllum 11 skotum sínum utan af velli í leiknum., en aðeins úr einu af þremur vítaskotum.
Allir leikmenn liðsins komust á blað, m.a. Sigurður G. Sigurðsson sem gerði sín fyrstu stig fyrir Keflavík í meistaraflokki.
Keflavík er með 6 stig eftir fimm leiki og í næsta leik, á sunnudag, fá þeir ÍR í heimsókn.
Tölfræði leiksins