Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Létt hjá Keflavík
Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 22:49

Létt hjá Keflavík

Keflvíkingar unnu stórsigur á Hetti á útvelli í Iceland Express deild karla í kvöld, 73-108. Þeir eru nú komnir í annað sæti deildarinnar.

Sigurinn var aldrei í hættu þó Keflvíkingar léku án AJ Moye sem tók út sinn annan leik í 3ja leikja banni. Íslensku strákarnir sýndu enga miskunn og sýndu sínar bestu hliðar. Allir leikmenn komust á blað.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-27, og í hálfleik var munurinn 15 stig, 36-51.

Næsti leikur liðsins er við Hamar/Selfoss á fimmtudaginn kemur í Keflavík og verður það síðasti leikur liðsins án Moye. Nýr erlendur leikmaður liðsins, Vlad Boer, kemur á föstudag að því er fram kemur á heimasíðu liðsins.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024