Leonard tryggði Keflavík sigur á lokamínútunum
Keflvíkingar unnu magnaðan en langsóttan sigur á ÍR á Nettó-vellinum í kvöld. Lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn sem voru undir 1-2 fram á 78. mínútu. Jeppe Hansen jafnaði þá með góðu marki og níu mínútum síðar eða 3 mín. fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði Leonard Sigurðsson sigurmark Keflavíkur.
Meira um leikinn síðar á vf.is